TÍU nemendur frá Fiskvinnsluskólanum í Færeyjum voru í fjögurra daga námsferð hér á landi í síðustu viku. Hópurinn heimsótti nokkur fyrirtæki í sjávarútvegi og kynnti sér starfsemi þeirra en Gísli Erlendsson, stjórnandi Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði, hafði veg og vanda af dagskrá heimsóknarinnar.
FISKVINNSLUNEMAR FRÁ FÆREYJUM Á ÍSLANDI

TÍU nemendur frá Fiskvinnsluskólanum í Færeyjum voru í fjögurra daga námsferð hér á landi í síðustu viku. Hópurinn heimsótti nokkur fyrirtæki í sjávarútvegi og kynnti sér starfsemi þeirra en Gísli Erlendsson, stjórnandi Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði, hafði veg og vanda af dagskrá heimsóknarinnar. Að sögn Gísla er þetta í fyrsta sinn sem Fiskvinnsluskólinn tekur á móti nemendum frá Færeyjum en gott og vaxandi samstarf er á milli skólanna tveggja. Hópurinn sést hér í vinnslusal Fiskvinnsluskólans í Hafnarfirði. Lengst til vinstri er Jakob Magnússon, kennari við Fiskvinnsluskólann í Færeyjum, og næstur honum stendur Gísli Erlendsson.