Vestmannaeyjum-Stjórnunarfélag Vestmannaeyja gekkst fyrir morgunverðarfundi fyrir skömmu þar sem tölvuvandamálið árið 2000 var rætt. Vandamálið snýr að tölvukerfum og tölvum sem ekki gera ráð fyrir árinu 2000 í kerfum sínum og geta afleiðingarnar orðið verulega alvarlegar verði ekki gerðar ráðstafanir til að bregðast við því.

Vandamálið 2000

rætt í Eyjum Vestmannaeyjum - Stjórnunarfélag Vestmannaeyja gekkst fyrir morgunverðarfundi fyrir skömmu þar sem tölvuvandamálið árið 2000 var rætt. Vandamálið snýr að tölvukerfum og tölvum sem ekki gera ráð fyrir árinu 2000 í kerfum sínum og geta afleiðingarnar orðið verulega alvarlegar verði ekki gerðar ráðstafanir til að bregðast við því. Á fundinum var Hjalti Sölvason, framkvæmdastjóri ráðgjafarsviðs Nýherja, með framsögu þar sem hann fór í gegnum vandamálið og hvernig væri hægt að bregðast við því. Fram kom hjá honum að Nýherji hefði lagt mikla vinnu í að þróa og staðfæra aðferðafræði sem dygði íslenskum fyrirtækjum til að glíma við 2000 vandann. Aðferðafræði þessi kallast ÁRNÝ og skiptist hún í fimm þætti, stöðumat, forgangsröðun, verkáætlun, verkframkvæmd og endurskoðun árið 2000. Hann sagði að þjónusta þessi stæði fyrirtækjum til boða og gætu menn metið og valið um hvort þeir þyrftu alla þættina eða einungis hluta þeirra. Morgunverðarfundurinn var vel sóttur og voru fundarmenn mjög ánægðir með þetta framtak Stjórnunarfélagsins. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HLUTI fundarmanna á morgunverðarfundi Stjórnunarfélags Vestmannaeyja. HJALTI Sölvason, framsögumaður á morgunverðarfundinum.