GUNNAR Andrésson skoraði sjö mörk og var markahæstur leikmanna ZMC Amicitia Z¨urich er liðið vann TV Zofingen, 21:20, á útivelli í 4. umferð svissneksa handknattleiksins um helgina. Var þetta fyrsti leikur Gunnars með liðinu í deildinni eftir að hann gekk til liðs við það í sumar frá Aftureldingu.


HANDKNATTLEIKUR

Gunnar Andrésson

byrjar vel í Sviss GUNNAR Andrésson skoraði sjö mörk og var markahæstur leikmanna ZMC Amicitia Z¨urich er liðið vann TV Zofingen, 21:20, á útivelli í 4. umferð svissneksa handknattleiksins um helgina. Var þetta fyrsti leikur Gunnars með liðinu í deildinni eftir að hann gekk til liðs við það í sumar frá Aftureldingu.

Gunnar varð fyrir því óláni að liðþófi í hné rifnaði fyrir keppnistímabilið og því lék hann ekkert í þremur fyrstu umferðunum, en kom síðan sterkur til leiks um liðna helgi. Amicitia Z¨urich hefur farið þokkalega af stað í svissneksu deildarkeppninni, hefur unnið tvo leiki en tapað tveimur, en aðeins leikið einn leik á heimavelli. Liðið er í 7. sæti af tólf liðum í deildinni en átta þau efstu komast í úrslitakeppni, sem hefst eftir áramót.

TV Suhr, sem Suik Hyung Lee, fyrrverandi markvörður FH, leikur með, er í efsta sæti með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hefur Lee leikið mjög vel fyrir sitt nýja félag og átti m.a. stórleik er Suhr vann Gunnar og félaga í Amicitia Z¨urich á dögunum, 36:19.

Júlíus Jónasson og samherjar hans í St. Otmar St. Gallen eru í öðru sæti með 7 stig að loknum fjórum leikjum. Í síðustu umferð vann St. Otmar Borba frá Luzern, 29:22, á útivelli. Júlíus gerði þrjú mörk í leiknum og hefur alls gert sex mörk á leiktíðinni, en Júlíus missti einn leik úr vegna meiðsla. Aðallega hefur hann leikið með í vörninni og staðið sig vel að vanda í því hlutverki.

Á sunnudaginn vann St. Otmar slóvenska liðið Gorenje Velenje, 31:26 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Leikurinn fór fram í Sviss en síðari viðureignin fer fram í Slóveníu nk. laugardag. Júlíus lék með St. Otmar í leiknum en var ekki á meðal markahæstu leikmanna liðsins.