Í FYRSTA sinn á Íslandi er nú hægt að panta myndband í forsölu á Netinu, nokkru áður en myndin fer í almenna sölu. Um er að ræða stórmyndina Titanic, eftir James Cameron. Þeir sem áhuga hafa geta smellt á þar til gerðan hnapp á mbl.is, pantað myndbandið og fengið það sent í póstkröfu eða sótt í verslanir Skífunnar.
Titanic í forsölu á mbl.is Í FYRSTA sinn á Íslandi er nú hægt að panta myndband í forsölu á Netinu, nokkru áður en myndin fer í almenna sölu. Um er að ræða stórmyndina Titanic, eftir James Cameron. Þeir sem áhuga hafa geta smellt á þar til gerðan hnapp á mbl.is, pantað myndbandið og fengið það sent í póstkröfu eða sótt í verslanir Skífunnar. Einnig verður hægt að panta í forsölu teiknimyndina Anastasíu, sem er með íslensku tali, og sérútgáfu af Titanic, sem gefin er út í takmörkuðu upplagi. Hægt er að panta myndböndin til miðnættis 12. október. Myndböndin verða síðan afhent þeim sem panta 14. október, tveimur dögum fyrir almennan útgáfudag. Fyrstu 200 sem panta Titanic í forsölu á mbl.is fá smáskífu með lögum úr myndinni í kaupbæti, allir sem panta Titanic í forsölu fá Titanic-plakat og nöfn þeirra sem panta Titanic eða Anastasiu á mbl.is verða sett í pott þar sem dregið verður um ferð fyrir tvo til London.