NOKKRAR breytingar hafa orðið á útflutningi SH á nýliðnu kvótaári, sé miðað við skiptingu milli markaðssvæða. Það skýrist að nokkru leyti af sveiflum í veiði og á gengi gjaldmiðla auk verðbreytinga. Helztu breytingar eru þær að sala til Bandaríkjanna minnkar og samdráttar gætir í sölu til Asíu.
SH selur mest

um Tokýó

NOKKRAR breytingar hafa orðið á útflutningi SH á nýliðnu kvótaári, sé miðað við skiptingu milli markaðssvæða. Það skýrist að nokkru leyti af sveiflum í veiði og á gengi gjaldmiðla auk verðbreytinga. Helztu breytingar eru þær að sala til Bandaríkjanna minnkar og samdráttar gætir í sölu til Asíu. Á móti kemur aukning í sölu til Bretlands og Spánar og mikil aukning á seldu magni til Rússlands. Að auki hefur útflutningur Sæmarks, dótturfyrirtækis SH aukizt, en Sæmark selur að stærstum hluta til sölufyrirtækja SH erlendis. Sé miðað við verðmætishlutdeild er skrifstofan í Tókýó með mest, 20%, Hamborg er með 19%, Coldwater í Bandaríkjunum með 18%, Coldwater í Bretlandi með 15% og Sæmark með 13% heildarinnar./6