DANSKA blaðið Jyllands-Postensegir frá því að tveir íslenskir leikmenn séu að koma til æfinga hjá úrvalsdeildarliðinu AGF, sem Ólafur H. Kristjánsson leikur með. Það eru Tómas Ingi Tómasson, miðherji Þróttar Reykjavík og Baldur Bragason, miðvallarspilari Leifturs. Blaðið segir að þjálfarinn, Peter Rudbæk, hafi hug á að stækka leikmannahóp sinn.

Tómas Ingi

og Baldur til AGF DANSKA blaðið Jyllands-Posten segir frá því að tveir íslenskir leikmenn séu að koma til æfinga hjá úrvalsdeildarliðinu AGF, sem Ólafur H. Kristjánsson leikur með. Það eru Tómas Ingi Tómasson, miðherji Þróttar Reykjavík og Baldur Bragason, miðvallarspilari Leifturs. Blaðið segir að þjálfarinn, Peter Rudbæk, hafi hug á að stækka leikmannahóp sinn. Rudbæk segir að lið AGF sé ungt og þegar ekki sé hægt að styrkja það með dönskum leikmönnum, sé sjálfsagt að leita út fyrir Danmörku.