"VILJA Íslendingar meiri skatta?" er spurning sem leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins veltir upp í leiðara þess og er tilefnið könnun, sem gerð var fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja nýverið, þar sem niðurstaðan var jákvæði við þessari spurningu.
»Spurningar og svör í skoðanakönnunum "VILJA Íslendingar meiri skatta?" er spurning sem leiðarahöfundur Viðskiptablaðsins veltir upp í leiðara þess og er tilefnið könnun, sem gerð var fyrir Bandalag starfsmanna ríkis og bæja nýverið, þar sem niðurstaðan var jákvæði við þessari spurningu. Í LEIÐARANUM segir: "Því hefur stundum verið haldið fram að hægt sé að fá hvaða niðurstöðu sem er út úr skoðanakönnunum ef spurnigarnar eru matreiddar með réttum hætti. Þá skiptir einnig miklu máli hvenær, hvernig og hverjir svara spurningunum í skoðanakönnunum."

Lítill hluti landsmanna greiðir tekjuskatta OG ÁFRAM segir: "Á mánudag voru kynntar fyrstu niðurstöður úr könnun Félagsvísindastofnunar fyrir BSRB um viðhorf almennings til skatta, félagslegrar þjónustu og fleiri þátta. Niðurstaða virðist einföld: Andstaða er við að skattar séu lækkaðir, mikill meirihluti er á móti þjónustugjöldum og mikill stuðningur er við víðtæka félagslega þjónustu, jafnvel þótt hækka þurfi skatta.

Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að Íslendingar séu almennt hlynntir því að félagsleg þjónusta sé góð og öflug. En flestum hefur eflaust komið á óvart að landsmenn séu almennt hlynntir því að greiða hærri skatta. Þó er það svo að þegar betur er hugað að málum ætti slíkt ekki að koma á óvart þar sem lítill hluti greiðir í raun tekjuskatt ­ sumir bera raunar neikvæða skatta."

Aðrar spurningar, önnur niðurstaða LOKS segir í leiðara Viðskiptablaðsins: "Ef spurt hefði verið: Telur þú að hægt sé að bæta og auka félagslega þjónustu með hagræðingu? hefði stór hluti landsmanna svarað því játandi. Og ef þessari spurningu hefði verið fylgt eftir: Hvort telur þú að leggja eigi áherslu á hagræðingu eða aukna skattheimtu til að greiða fyrir félagslega þjónustu? hefði niðurstaðan orðið önnur en hjá Félagsvísindastofnun."