MIKIL deila er risin innan Kristilega demókrataflokksins, CDU, í Þýskalandi um það hvernig best sé að standa að endurreisn hans og endurnýjun innan forystunnar eftir mesta kosningaósigur hans frá árinu 1949.
Hart er nú tekist á um forystuna í röðum kristilegra demókrata, CDU, í Þýskalandi

Flokksmenn vilja segja

skilið við Kohl-tímann

Ráðgjafi Schröders telur rausnarlegar bætur viðhalda atvinnuleysi

Bonn. Reuters.

MIKIL deila er risin innan Kristilega demókrataflokksins, CDU, í Þýskalandi um það hvernig best sé að standa að endurreisn hans og endurnýjun innan forystunnar eftir mesta kosningaósigur hans frá árinu 1949. Bodo Hombach, einn helsti ráðgjafi Gerhards Schröders, verðandi kanslara, segir í grein, sem birtist í gær, að rausnarlegar atvinnuleysisbætur hafi orðið til að lengja þann tíma, sem fólk er atvinnulaust, en ekki stytta hann.

Helmut Kohl, fráfarandi kanslari, brást við kosningaósigrinum meðal annars með því að segja af sér leiðtogaembættinu í CDU en hann hefur gegnt því í 25 ár. Afleiðingin er sú, að nú logar flokkurinn í átökum milli gömlu forystunnar, hirðmanna Kohls, og yngri manna, sem krefjast róttækrar endurnýjunar í framvarðarsveitinni. Saka þeir síðarnefndu, aðallega fólk á fertugs- og fimmtugsaldri, Kohl um að vilja ráða því sjálfur hverjir taki við.

Ekki tilskipun að ofan

"Fyrst og síðast verður flokkurinn að segja skilið við Kohl-tímann og það án tafar," sagði Kajo Schommer, efnahagsráðherra í Saxlandi, í viðtali við dagblaðið Bild . Volker R¨uhe, fráfarandi varnarmálaráðherra, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur varaformaður CDU, sagði í viðtali við sama blað, að forystan þyrfti á algerri uppstokkun að halda. Lagði hann áherslu á, að það mætti ekki gera með tilskipunum að ofan og var þá augljóslega að víkja að þeirri yfirlýsingu Kohls eftir að hann sagði af sér í síðustu viku, að Wolfgang Sch¨auble, leiðtogi þingflokks CDU, ætti að taka við af sér.

Það, sem fór fyrir brjóstið á mönnum, var, að Kohl skyldi kveða strax upp úr með það, að Sch¨auble yrði næsti leiðtogi án þess að láta svo lítið að ráðfæra sig við flokksmenn. Sch¨auble nýtur nefnilega mikils stuðnings innan flokksins og framkvæmdastjórn flokksins hefur nú lagt til, að hann taki formlega við af Kohl á flokksþingi CDU 7. nóvember.

Letjandi bætur

Bodo Hombach, sem var einn þeirra sem stýrðu kosningabaráttu jafnaðarmanna fyrir kosningarnar 27. september sl. og verður líklega ráðherra í stjórn Schröders, segir í grein í tímaritinu Spiegel , að rausnarlegar atvinnuleysisbætur letji menn fremur en hvetji til að fá sér vinnu. Lofar hann einnig þær breytingar, sem gerðar hafa verið á velferðarmálum í Bandaríkjunum en þar voru bætur lækkaðar. Bótaþegar hafa því orðið að leita út á vinnumarkaðinn og oft í láglaunastörf.

Margir líta á Hombach sem óopinberan talsmann Schröders, að hann lýsi þeim skoðunum, sem Schröder vilji ekki verða fyrstur til að flíka.