TILKYNNT var um eld í hlöðu á bænum Efri-Gegnishólum í Gaulverjahreppi í gærmorgun kl. 8.34. Þegar slökkviliðið á Selfossi kom á vettvang logaði í dráttarvél og einnig hafði kviknað í nokkrum heyrúllum í hlöðunni.

Eldur

í hlöðu

TILKYNNT var um eld í hlöðu á bænum Efri-Gegnishólum í Gaulverjahreppi í gærmorgun kl. 8.34. Þegar slökkviliðið á Selfossi kom á vettvang logaði í dráttarvél og einnig hafði kviknað í nokkrum heyrúllum í hlöðunni. Slökkvistarf gekk greiðlega og þótt ekki hafi verið um mikinn bruna að ræða hafi sú hætta verið yfirvofandi að eldurinn læstist í mjólkurhús og fjós, sem eru samliggjandi við hlöðuna. Ekki eru eldsupptök fyllilega ljós en talið er að kviknað hafi í út frá rafkerfi dráttarvélarinnar.