ÞESSA dagana stendur yfir söfnun til að styðja við rekstur björgunarskipa Slysavarnafélags Íslands. Rekstur þessara skipa hefur verið erfiður og þrátt fyrir þrotlausa sjálfboðavinnu björgunarsveitarmanna í landshlutunum og dyggan stuðning Slysavarnafélagsins hefur ekki fengist fjármagn til að viðhalda eðlilegum rekstri allra bátanna.

Björgunarskipin haldreipi sjómanna

Frá Kristjáni Pálssyni:

ÞESSA dagana stendur yfir söfnun til að styðja við rekstur björgunarskipa Slysavarnafélags Íslands. Rekstur þessara skipa hefur verið erfiður og þrátt fyrir þrotlausa sjálfboðavinnu björgunarsveitarmanna í landshlutunum og dyggan stuðning Slysavarnafélagsins hefur ekki fengist fjármagn til að viðhalda eðlilegum rekstri allra bátanna. Þegar talað er um þrotlaust starf þá er það ekki bara í orði heldur einnig á borði og þekki ég það sjálfur frá Reykjanesi, Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Ég þekki dæmi þess að konur hafa lagt nótt við dag vikum saman í kleinubakstri, tínt ber dögum saman, haldað basara o.fl. o.fl. til fjáröflunar til að halda bátunum úti. Þetta hefur samt ekki dugað sem orsakar það að viðhald sumra bátanna hefur ekki verið sem skyldi.

Mikilvægi björgunarbátanna fyrir sæfarendur er ótvírætt eins og sést á þeim tölum að 1.490 sinnum hafa þeir verið kallaðir út á sl. 5 árum.

Sjómenn sjálfir og fjölskyldur þeirra vita hvert haldreipi slíkir bátar eru og augljóst að án þeirra verður erfiðara um vik við björgun úr sjávarháska. Ég hvet því landsmenn alla til að sýna þessu verðuga málefni stuðning sinn í verki með því að gerast stuðningsaðilar Slysavarnafélagsins.

KRISTJÁN PÁLSSON

alþingismaður.