HARPA Þorláksdóttir hóf störf í markaðsdeild á síðasta ári og er hún markaðsstjóri í ufsa, nílarkarfa, steinbít og nokkrum öðrum tegundum. Harpa er fædd í Reykjavík1973. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands1993 og útskrifaðist með B.Sc. í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri vorið 1997.
Þrír nýir

starfsmenn SH

HARPA Þorláksdóttir hóf störf í markaðsdeild á síðasta ári og er hún markaðsstjóri í ufsa, nílarkarfa, steinbít og nokkrum öðrum tegundum. Harpa er fædd í Reykjavík 1973. Hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1993 og útskrifaðist með B.Sc. í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri vorið 1997. Á meðan á námi stóð starfaði Harpa m.a. sem verkstjóri í rækjuverksmiðju Frosta í Súðavík . Eiginmaður Hörpu er Sturla Fanndal Birkisson .

INGVAR Vilhjálmsson hefur hafið störf sem markaðsstjóri í síld, makríl, kolmunna, flatfiski, bolfiskhrognum og túnfiski. Ingvar er fæddur í Reyjavík árið 1973. Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk námi frá Viðskiptaskor Háskóla Íslands vorið 1998. Ingvar hefur starfað sem sumarstarfsmaður á fraktskipinu Hofsjökli og var árið 1996 um 3 mánaða skeið í starfsþjálfun við Hambros Bank. LTD í London . Ingvar er í sambúð með Helgu Maríu Garðarsdóttur .

STEINDÓR Gunnarsson hóf nýlega störf sm markaðsstjóri í markaðsdeild SH og sér hann um loðnu og loðnuafurðir. Því til viðbótar sinnir hann eftirliti og ráðgjöf hjá framleiðendum í Kanada . Steindór er fæddur í Hafnarfirði árið 1954. Hann starfaði sem aðstoðarverkstjóri hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar frá 1969­1976 og síðan sem verkstjóri í ýmsum frystihúsum á tímabilinu frá 1976­1997, m.a. hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað , Heimaskaga á Akranesi , Hraðfrystistöðinni í Reykjavík og síðar hjá Granda . Steindór hefur lokið námskeiðum hjá Fiskmati ríkisins um meðferð hráefnis, hreinlætisaðgerðir og gæðamat í freðfiski, ferskfiski og saltfiskvinnslu. Hann hefur einnig lokið námskeiðum á vegum Iðnþróunarstofnunar , Stjórnunarfélagsins og Starfsfræðslunefndar fiskiðnaðarins . Steindór er átta barna faðir og giftur Þorbjörgu Svanfríði Eyvindsdóttur .