STAÐA og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu og tækifæri og nýjungar í ferðaþjónustu við þröskuld nýrrar aldar eru meginumræðuefni Ferðamálaráðstefnu sem hefst á Akureyri á morgun, fimmtudag, á Fosshótel KEA. Fyrri ráðstefnudaginn verður sjónum beint að stöðu og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu, en erindi flytja ferðamálastjóri og nokkrir fulltrúar úr ýmsum greinum ferðaþjónustunnar.
Ferðamálaráðstefna Staðan og

framtíðin

STAÐA og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu og tækifæri og nýjungar í ferðaþjónustu við þröskuld nýrrar aldar eru meginumræðuefni Ferðamálaráðstefnu sem hefst á Akureyri á morgun, fimmtudag, á Fosshótel KEA.

Fyrri ráðstefnudaginn verður sjónum beint að stöðu og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu, en erindi flytja ferðamálastjóri og nokkrir fulltrúar úr ýmsum greinum ferðaþjónustunnar. Halldór Blöndal, samgönguráðherra, ávarpar ráðstefnuna og umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs verða veitt.

Síðari daginn verður rætt um tækifæri og nýjungar í ferðaþjónsutu við þröskuld nýrrar aldar og verða framsögumenn þar fjórir.

Skráning á ráðstefnuna er á skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri, en þar fást einnig nánari upplýsingar.