ALLEN A. Efraimson, kafteinn og yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins, afhenti slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli bikar sem þeir unnu til fyrr á árinu, sem besta slökkvilið Bandaríkjaflota. Við sama tækifæri voru sjö slökkviliðsmönnum afhent útskriftarskírteini í slökkviliðsfræðum.
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli Besta slökkvilið flotansALLEN A. Efraimson, kafteinn og yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins, afhenti slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli bikar sem þeir unnu til fyrr á árinu, sem besta slökkvilið Bandaríkjaflota. Við sama tækifæri voru sjö slökkviliðsmönnum afhent útskriftarskírteini í slökkviliðsfræðum.

Slökkvilið varnarliðsins annast brunavarnir allra mannvirkja á varnarsvæðunum að meðtalinni flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo og allra flugvéla sem leið eiga um flugvöllinn. Starfsmenn liðsins sjá einnig um hreinsun hættulegra efna, fermingu og affermingu herflutningaflugvéla, afgreiðslu og þjónustu við vélarnar sem leið eiga um flugvöllinn, rekstur sérstaks öryggisbúnaðar er stöðvar orustuþotur í lendingu að ógleymdum ísvörnum og snjóruðningi á athafnasvæði flugvéla á Keflavíkurflugvelli.Morgunblaðið/Jón Svavarsson