TVEGGJA sæta Smart-bíll Daimler-Benz AG og svissneska úrsmiðsins SMH Group, sem er kallaður "innkaupapoki á hjólum" í háði, er kominn á götuna eftir hálfs árs töf. Þrátt fyrir nokkrar veltur í hraðaprófunum í fyrra, sem leiddu til breytinga á öryggisatriðum, og framleiðslutafa hafa 25.000 bílar þegar verið pantaðir. Daimler gerir ráð fyrir að selja að minnsta kosti 120.


Smart-bíll kominn á götuna

Frankfurt. Reuters.

TVEGGJA sæta Smart-bíll Daimler-Benz AG og svissneska úrsmiðsins SMH Group, sem er kallaður "innkaupapoki á hjólum" í háði, er kominn á götuna eftir hálfs árs töf.

Þrátt fyrir nokkrar veltur í hraðaprófunum í fyrra, sem leiddu til breytinga á öryggisatriðum, og framleiðslutafa hafa 25.000 bílar þegar verið pantaðir. Daimler gerir ráð fyrir að selja að minnsta kosti 120.000 Smart-bíla á ári.