SJÖ umferðir hafa nú verið tefldar á ólympíuskákmótinu í Kalmykíu. Íslendingar eru að sækja í sig veðrið eftir tap í þriðju og fjórðu umferð. Í þeirri þriðju töpuðu þeir 1­3 fyrir sterkri sveit Eista, en tapið fyrir Portúgölum, 1­2 í fjórðu umferð, olli vonbrigðum. Í fimmtu umferð unnu Íslendingar góðan sigur á sveit Perú, 3­1, og í þeirri sjöttu var jafnt við Filippseyjar.

Íslenska sveitin

með 16 vinninga

SJÖ umferðir hafa nú verið tefldar á ólympíuskákmótinu í Kalmykíu. Íslendingar eru að sækja í sig veðrið eftir tap í þriðju og fjórðu umferð. Í þeirri þriðju töpuðu þeir 1­3 fyrir sterkri sveit Eista, en tapið fyrir Portúgölum, 1 ­2 í fjórðu umferð, olli vonbrigðum. Í fimmtu umferð unnu Íslendingar góðan sigur á sveit Perú, 3­1, og í þeirri sjöttu var jafnt við Filippseyjar. Í sjöundu umferð í gær vannst sigur gegn Kólumbíu, 2 ­1 . Íslendingar hafa nú 16 vinninga og eru eitthvað fyrir ofan miðju í 110 sveita hópi. Árangur íslensku skákmannanna á mótinu til þessa er eftirfarandi: Hannes Hlífar Stefánsson hefur 3 vinninga í 5 skákum; Þröstur Þórhallsson 3/5; Helgi Áss Grétarsson 4/6; Jón Viktor Gunnarsson 2/5; Björgvin Jónsson 1 /3; Jón Garðar Viðarsson 2 /4. Eins og sést af þessu er árangur sveitarinnar nokkuð jafn, nema hvað Helgi Áss hefur verið í miklum ham. Hann hefur aðeins tapað einni skák, gegn Kólumbíu í síðustu umferð, með unnið tafl í miklu tímahraki. Bandaríkjamenn eru í efsta sæti, með 20 vinninga; 2. Búlgaría, 19 v.; 3.­8. Rússland A og B, England, Armenía, Frakkland og Úkraína, 18 v. Bandaríkjamenn hafa teflt af öryggi og aðeins tapað með minnsta mun fyrir fyrstu sveit Rússa, en hins vegar hafa þeir unnið sterka sveit Hollendinga 4­0! Búlgarar komu mjög á óvart þegar þeir unnu Rússland A 3­1 í sjöundu umferð, en Topalov vann Shvildler á fyrsta borði. Í dag verður tefld áttunda umferð , enda mótið hálfnað, sjö umferðum lokið af fjórtán. Við skulum nú sjá vinningsskák Hannesar Hlífars gegn stórmeistaranum Henry Urday frá Perú úr 5. umferð mótsins. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Henry Urday Enskur leikur 1. c4 ­ e5 2. Rc3 ­ Rc6 3. Rf3 ­ f5 4. d4 ­ e4 5. Rg5 ­ Rf6 6. Rh3 ­ Bb4 7. Bd2 ­ Rxd4. Svartur þarf ekki að fara í þessi kaup, t.d. 7. ­ ­ 0-0 8. e3 ­ d6 9. Rf4 ­ Re7 10. Be2 ­ c5 11. 0-0 ­ Rg6 12. Rxg6 ­ hxg6 13. a3 ­ Ba5 14. b4 ­ cxb4 15. axb4 ­ Bxb4 16. Rxe4 ­ Bxd2 17. Rxf6+ ­ Dxf6 18. Dxd2 og hvítur hefur betra tafl. 8. Rxe4 ­ Bxd2+ 9. Rxd2 ­ d6 10. e3 ­ Rc6. Það kemur sterklega til greina fyrir svart að leika 10. ­ ­ Re6 til að gera riddaranum á h3 erfiðara fyrir með að komast í spilið. 11. Rf4 ­ Re5 12. Be2 ­ Bd7 13. 0-0 ­ 0-0 14. Db3 ­ ­. Svartur ákveður að fórna peði, því að eftir 14. ­ ­ Hb8 15. c5+ ­ Kh8 16. cxd6 ­ cxd6 17. Hfd1 hefði peðið á d6 orðið mjög veikt. 14. ­ ­ Kh8 15. Dxb7 ­ Hb8 16. Dxa7 ­ Hxb2 17. Dd4! ­ Hc2. Svarti hrókurinn lendir í vandræðum á c2, en ef hann hörfar, þá hefur svartur ekkert spil fyrir peðið, sem hann fórnaði. 18. Bd1 ­ Rc6 19. Dd3 ­ Hb2 20. Bb3 ­ De7.

Svartur verður að geta svarað 21. Dc3 með De5. 21. Rd5! ­ De8. Svartur má ekki drepa riddarann: 21. ­ ­ Rxd5 22. cxd5 ­ Rd8 23. Rc4 og hrókurinn á b2 fellur. Auk þess verður svarta drottningin að komast til e5 eins og áður. 22. Rxc7 ­ Db8 23. Rd5 ­ Rxd5 24. cxd5 ­ Db4 25. dxc6 ­ Hxd2 26. Da6 ­ Bc8 27. Dc4 ­ Da5. Svartur á gjörtapað tafl. Hann má ekki fara í drottningakaup, því að hann ræður ekki við hvítu frípeðin á a- og c-línunni í endatafli. Þótt hann forðist kaupin nær hann engu mótspili. 28. Hfd1 ­ f4 29. Hxd2 ­ Dxd2 30. Hd1 og svartur gafst upp, því hann tapar þriðja peðinu án þess að ná nokkru mótspili, eftir 30. ­ ­ Da5 31. exf4 o.s.frv. Bragi Kristjánsson