AT&T Corp. hefur keypt Vanguard Cellular Systems Inc. til að auka umsvif á sviði þráðlauss síma á austurströnd Bandaríkjanna. Fyrir Vanguard greiðir AT&T 900 milljónir dollara í reiðufé og hlutabréfum og tekur við 600 milljóna dollara skuld. Vanguard veitir þjónustu undir vörumerkinu Cellular One.


AT&T kaupir Vanguard

New York. Reuters.

AT&T Corp. hefur keypt Vanguard Cellular Systems Inc. til að auka umsvif á sviði þráðlauss síma á austurströnd Bandaríkjanna.

Fyrir Vanguard greiðir AT&T 900 milljónir dollara í reiðufé og hlutabréfum og tekur við 600 milljóna dollara skuld.

Vanguard veitir þjónustu undir vörumerkinu Cellular One. Samkvæmt samningi um kaupin fá hluthafar í Vanguard 23 dollara í reiðufé eða 0,3987 AT&T hlutabréf.