STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingflokki óháðra, Kristín Halldórsdóttir, þingflokki Samtaka um Kvennalista, og Ragnar Arnalds, þingflokki Alþýðubandalagsins, hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að kjósa nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka til að ganga til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um brottför hersins og yfirtöku Íslendinga á rekstri
Þingsályktunartillaga um brottför bandaríska hersins

STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingflokki óháðra, Kristín Halldórsdóttir, þingflokki Samtaka um Kvennalista, og Ragnar Arnalds, þingflokki Alþýðubandalagsins, hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi álykti að kjósa nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka til að ganga til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um brottför hersins og yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar. "Stefnt skal að niðurstöðu áður en gildandi samkomulag við bandarísk stjónvöld um umfang starfseminnar á Keflavíkurflugvelli rennur út. Nefndin skal að undangenginni athugun og könnunarviðræðum við bandarísk stjórnvöld skila áfangaskýrslu til Alþingis eigi síðar en í árslok 1999 þannig að tími gefist til samninga um málið áður en uppsagnarákvæði núgildandi bókunar um umfang starfseminnar á Keflavíkurflugvelli verður virkt eða rennur út," segir í þingsályktunartillögunni.