STARFSMAÐUR Vélsmiðjunnar Orms og Víglundar í Hafnarfirði slasaðist í gærmorgun er hann féll úr stiga flotbryggju vélsmiðjunnar við Hafnarfjarðarhöfn. Við fallið lenti maðurinn á bryggjukantinum og þaðan í höfnina. Honum var fljótt bjargað og komið á slysadeild. Maðurinn brotnaði á herðablaði og var lagður inn á Landsspítalann.
Vinnuslys við Hafnarfjarðarhöfn

STARFSMAÐUR Vélsmiðjunnar Orms og Víglundar í Hafnarfirði slasaðist í gærmorgun er hann féll úr stiga flotbryggju vélsmiðjunnar við Hafnarfjarðarhöfn. Við fallið lenti maðurinn á bryggjukantinum og þaðan í höfnina. Honum var fljótt bjargað og komið á slysadeild. Maðurinn brotnaði á herðablaði og var lagður inn á Landsspítalann. Ekki er enn ljóst hvað olli slysinu, en maðurinn var að fara í land úr flotbryggjunni í stiga sem hafði verið reistur upp að palli á flotbryggjunni. Fulltrúi Vinnueftirlitsins kom á vettvang og bannaði notkun stigans.

Rétt eftir hádegi í gær skarst starfsmaður Trésmiðju Reykjavíkur á púlsi við Grandaskóla þegar gluggarúða, sem hann bar með félaga sínum brotnaði í höndum þeirra. Ekki rakst rúðan í, en mun hafa hrunið undan sjálfri sér.