GUÐNÝ SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Guðný Sigríður Gísladóttir fæddist 7. október 1907 á Litla- Ármóti, Hraungerðishreppi, Flóa, Árnessýslu. Hún andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 21. maí 1998. Guðný Sigríður var dóttir hjónanna Gísla Þórðarsonar, f. 21.5. 1865, d. 2.5. 1923, bónda frá Lýtingsstöðum í Holtum, og konu hans, Oddnýjar Sigurlínar Oddsdóttur frá Hofi á Kjalarnesi, f. 2.2. 1880, d. 12.9. 1954. Guðný Sigríður ólst upp í stórum systkinahópi en alls voru systkinin ellefu: 1) Þórður, f. 28.5. 1902. Hann var kvæntur Guðríði Árnadóttur og eignuðust þau sex börn. Þórður og Guðríður eru bæði látin. 2) Katrín, f. 16.8. 1903, d. 16.8. 1940. Maður hennar var Karl Frímannsson. Þau voru barnlaus. 3) Oktavía, f. 10.10. 1904. Hún var gift Jóni Jóhannssyni, skattstjóra á Ísafirði. Eignuðust þau þrjú börn. Þau hjón eru bæði látin. 4) Oddsteinn, f. 12.5. 1906. Kona hans var Alma Jenný Sigurðardóttir. Þau eignuðust 12 börn. Oddsteinn og Alma Jenný eru bæði látin. 5) Guðný Sigríður, f. 7.10. 1907. 6) Marteinn. f. 25.5. 1909. Kona hans var Þórdís Ólafsdóttir og áttu þau einn son. Þau hjón eru bæði látin. 7) Guðrún, f. 4.7. 1910. Maður hennar var Höskuldur Helgason. Þau eignuðust tvö börn. Guðrún lést fyrir nokkrum árum. 8) Sigrún, f. 25.1. 1914, ógift, lést 1934. 9) Ólafur, lést í frumbernsku. 10) Guðjón, f. 16.5. 1919. Kona hans var Hanna Marie Lang Gíslason. Börn þeirra eru fimm. Guðjón lést fyrir nokkrum árum. 11) Guðrún, kaupkona, tvíburasystir Guðjóns, f. 16.5. 1919. Sambýlismaður var Þorvaldur Guðmundsson prentari. Hann lést 11.3. 1997. Þau voru barnlaus. Útför Guðnýjar Sigríðar fór fram frá Dómkirkjunni 3. júní 1998.