ANNA BJöRG ÞORVALDSDÓTTIR

Anna Björg Þorvaldsdóttir var fædd á Víkurbakka á Árskógsströnd hinn 3. september 1934. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 10. maí síðastliðinn, 63 ára að aldri. Hún var dóttir hjónanna Þorvalds Árnasonar og Sigríðar Þóru Björnsdóttur á Víkurbakka á Árskógsströnd.

Eftirlifandi eiginmaður Önnu Bjargar er Trausti Adolf Ólason og eignuðust þau sex börn: Þorvald Óla, Víking Trausta, Hermann Anton, Örn, Önnu Þuríði og Sigríði Þóru.

Útför Önnu Bjargar fór fram frá Stærra-Árskógskirkju 18. maí.