Ég man varla fyrr eftir mér á þriðja áratugnum en nafn Ólafs Magnússonar á Mosfelli bar á góma á heimili foreldra minna og reyndar við ýmis önnur tækifæri sökumþess að hann var farinn að syngja fyrir fólk, opinberlega. Söngur og músík voru í heiðri höfð á Reykjum í þá daga og húsbændur á þeim bæ vel með á nótunum. Það fór ekki fram hjá neinum að þau systkinin frá Mosfelli voru mikið söngfólk og mynduðu um árabil uppistöðu í sönglífi Mosfellssveitar en þó einkum í kirkjukórnum.

Á nýársdag 1990 verður Ólafur áttræður.

Þau systkinin frá Mosfelli voruvel til þess fær að syngja í kór og einnig sem einsöngvarar en þar má helst nefna þau Þorstein, Guðrúnu og Ólaf en hann var sá semvar þekktastur fyrir söng og leiklist í áratugi. Sennilega má segja að hin systkinin hafi ekki haft sig svo mjög í frammi hvað þetta snertir enda þótt hæfileikar og geta hafiverið meir en nóg.

Ólafur tók sér framanaf þá vinnu sem féll til en varð á lokum fastur starfsmaður í Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, þar sem hann hætti fyrir aldurssakir fyrir nokkrum árum. Hugðarefni Ólafs voru ætíð svo sem áður er greint frá stunduð eftir að hann settist að í Reykjavík og það mun hafa veriðum 1934 að hann varð söngmaður í Karlakór Reykjavíkur og er nú einn af fáum heiðursfélögum hans. Þetta lét hann sér engan veginn nægja heldur tók til við söng og leikstarfsemi í höfuðborginni við hin ýmsu tækifæri en var auk þess oft einsöngvari með Karlakór Reykjavíkur. Frægast er þó meðal almennings hlutverk hans sem álfa konungs við hin ýmsu tækifæri þegar félög og samtök efndu til álfabrennu, þá var til hans leitað að gegna hlutverki álfakonungs og leysti hann það hlutverk með slíkum ágætum og reisn að erfitt hefir verið að manna þá stöðu síðan eftir að hann hætti.

Ólafur var þó alltaf Mosfellingur og kunn er sú sga er þeir bræður festu kaup á landskika í landi Hrísbrúar og komu heim í heiðardalinn því tengslin rofnuðu aldrei við æskustöðvarnar. Á seinni árum fóru margar frístundir Ólafs í fegrun og snyrtingu lóðarinnar, og það var mikið heilsubótarverk eins og hann raunar bendir á sjálfur. Skjólgarður lóðarinnar er þó nafnkenndastur en í honum eru 100 þúsund hjólbörur sem hann hefir ekið í garðinn og einu sinni var hann raunar færður til. Það var mikið verk og heilsusamlegt og þar var þjálfun hans í söngnum sem stundum er orðað að efla styrk til þessað röddin svari vel.

Þegar Ólafur hætti sem fastur söngmaður í Karlakór Reykjavíkur tók hann virkan þátt í að starfa með eldri félögum þar og í framhaldi af því hefir hann stundað allmikið söng við útfarir með hópi þessara félaga sinna.

Þegar Óli var nú sestur að í Mosfellsdal að nýju kom það einsog af sjálfu sér að vera með í Karlakórnum Stefni í Kjósarsýslu. Þarvar Ólafi tekið opnum örmum og þar hefir hann sungið í nokkur ár. Tilkoma Óla í Stefni virkaði einsog vítamínsprauta á kórstarfið svosem vænta mátti. Við Stefnismenn þökkum honum samstarfið og óskum honum nú allra heilla á af mælinu sem hann mun væntanlega halda uppá í hópi sinna nánustu á nýársdag.

Þess er vert að geta hér að lokum að Ólafur réðst í það stórvirki að syngja inná plötu í tilefni af af mæli sínu er hann varð 75 ára með undirleik Jónasar Ingimundarsonar og tókst það með miklum glæsibrag. Það er mál manna að Ólafi hafi tekist alveg sérlega vel upp með plötuna og sumir hafa þá skoðun að kannski hafi röddin aldreiverið betri og flutningur laganna er með miklum ágætum og smekkvísi. Ólafur hafði nú það fram yfir aðra söngvara að halda röddinni fram á efri ár og geta nýtt áratugareynslu sína á sviði og í söng tilþess að ná því besta sem kannski frá honum hefir farið á plötu en ekki skal ég dæma um það nú.

Um svipað leyti og hann gaf út plötuna lét hann sig ekki muna um það að halda sjálfstæða söngskemmtun með fullu húsi í Hlégarði og var skrifað um þá skemmtun þá og hlaut hún lofsamlega dóma og tókst vel enda þótt Óli væri þá hálfáttræður. Mér vitanlega hafa fáir menn leikið þetta eftir á þessum aldri nema ef vera kynni hann Prímó Montanari sem kom hér um árið og fyllti Gamla bíó og þótti það hið mesta afrek þá, á áttræðisaldri að sagt var.

Við vinir og söngfélagar í dalnum og sveitinni sendum honum og eiginkonunni Rósu hugheilar árnaðaróskir á afmælisdaginn og óskum honum alls hins besta um ókomna tíð. Lifðu heill.

Jón M. Guðmundsson