Morgunblaðið/Guðrún Ágústsdóttir HEIMSÓKN sendinefndar Alþýðubandalagsins til Kúbu í boði Kommúnistaflokks Kúbu er lokið og kom sendinefndin heim til Íslands í gærmorgun.
Rætt um erlenda fjárfestingu á Kúbu Morgunblaðið/Guðrún Ágústsdóttir HEIMSÓKN sendinefndar Alþýðubandalagsins til Kúbu í boði Kommúnistaflokks Kúbu er lokið og kom sendinefndin heim til Íslands í gærmorgun. Svavar Gestsson, alþingismaður, sem var í sendinefndinni, sagði að það merkasta sem borið hefði við í heimsókninni að sínu mati hefðu verið viðræður fulltrúa íslensks viðskiptalífs við þarlend fyrirtæki og þau ráðuneyti sem hefðu með erlenda fjárfestingu að gera þar í landi, en 6-700 erlend fyrirtæki væru nú að hefja starfsemi á Kúbu. Myndin var tekin í móttöku sem Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, hélt í lok heimsóknarinnar, en með henni á myndinni er Roberto Robaina, utanríkisráðherra Kúbu, og Svavar Gestsson.