Erlingur íþróttamaður ársins hjá KA Erlingur Kristjánsson fyrirliði Íslandsmeistara KA í knattspyrnu og þjálfari 1. deildarliðs karla í handknattleik var valinn íþróttamaður ársins 1989 hjá KA í hófi sem haldið var á sunnudag.

Erlingur íþróttamaður ársins hjá KA Erlingur Kristjánsson fyrirliði Íslandsmeistara KA í knattspyrnu og þjálfari 1. deildarliðs karla í handknattleik var valinn íþróttamaður ársins 1989 hjá KA í hófi sem haldið var á sunnudag. Þetta er í annað sinn sem KA-menn velja íþróttamann ársins, en í fyrra varð Guðlaugur Halldórsson júdómaður fyrir valinu. Bikarinn sem íþróttamaður ársins fær er gefinn af KA-klúbbnum íReykjavík.