Rúmenía: Fylgismenn Nicolae Ceausescus fyrir rétt Búkarest. Reuter. FYRSTU réttarhöldin hófust í gær yfir þeim félögum í rúmensku öryggissveitunum sem héldu áfram að berjast eftir að Nicolae Ceausescu, fyrrum einræðisherra Rúmeníu, var steypt af stóli 22.

Rúmenía: Fylgismenn Nicolae Ceausescus fyrir rétt Búkarest. Reuter.

FYRSTU réttarhöldin hófust í gær yfir þeim félögum í rúmensku öryggissveitunum sem héldu áfram að berjast eftir að Nicolae Ceausescu, fyrrum einræðisherra Rúmeníu, var steypt af stóli 22. desember. Þjóðarráðið, sem farið hefur með völdin í landinu frá byltingunni, lofaði samningaviðræðum við nýstofnaða stjórnmálaflokka landsins um hvernig koma megi á lýðræði.

Talsmaður Þjóðarráðsins, Aurel Munteanu, sagði að sérstakur herréttur hefði hafið yfirheyrslur yfir nokkrum liðsmönnum öryggissveitanna í bænum Sibiu. Fleiri yrðu dregnir fyrir rétt síðar í ýmsum borgum landsins. Enginn þeirra verður dæmdur til dauða.

Manteanu sagði einnig að Þjóðarráðið væri reiðubúið að ræða við fulltrúa nýstofnaðra flokka um framkvæmd frjálsu kosninganna, sem áformaðar eru í apríl. Frambjóðendur allra flokka fengju aðkoma fram í útvarpi og sjónvarpi þegar kosningabaráttan hæfist. Hann sagði að Þjóðarráðið myndi standa við loforð sín um kosningar í apríl. Hann lagði ríka áherslu áað Þjóðarráðið hygði ekki á framboð en hins vegar yrði lagður fram listi yfir frambjóðendur úr öðrum flokkum, sem ráðið styddi.

Sjá fréttir á bls. ??.