Draga þarf úr útflutningi á óunnum fiski ­ segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, er nú að kanna viðhorf hagsmunaaðila til þess vanda, sem hann telur vera kominn upp við útflutning á óunnum fiski.

Draga þarf úr útflutningi á óunnum fiski ­ segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, er nú að kanna viðhorf hagsmunaaðila til þess vanda, sem hann telur vera kominn upp við útflutning á óunnum fiski. "Það er vaxandi áhugi fyrir auknum útflutningi á óunnum fiski. Ég er þeirrar skoðunar að slíkan útflutning eigi að draga saman í aflasamdrætti, ekki auka hann, ætli menn sér að halda hér uppi sæmilegu atvinnuöryggi," segir Halldór.

Halldór segir í samtali við Morgunblaðið, að þessar kannanir hafi ekkert með fiskverðsdeiluna, sem nú stendur yfir fyrri austan, að gera. Af þeirri deilu hafi hann engin afskipti haft. Hins vegar sé af hans hálfu verið að fjalla um skipulag útflutnings á óunnum fiski. Breytingar á því séu á döfinni, enda nauðsynlegt að hans mati að draga saman útflutning samfara samdrætti í afla og ótryggu atvinnuástandi.