Núverandi verðmyndun á fiski gengur ekki ­ segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Íslands "ÞAÐ kerfi, sem viðgengst nú til verðmyndunar á fiski upp úr sjó, gengur ekki lengur.

Núverandi verðmyndun á fiski gengur ekki ­ segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Íslands "ÞAÐ kerfi, sem viðgengst nú til verðmyndunar á fiski upp úr sjó, gengur ekki lengur. Margs konar verð er við lýði hverju sinni og tekjumunur meðal sjómanna er gífurlegur. Þann mismun verður að leiðrétta, hvernig sem það verður gert, en rétta leiðin virðist vandfundin," sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Óskar sagði ennfremur að Sjómannasambandið hefði ekki enn mótað stefnu sína í fiskverðsdeilunni á Austurlandi og möguleg áhrif þeirra á gerð almennra kjarasamninga. Hann sagðist sjálfur vera þeirrar skoðunar að uppboð á útflutningsleyfum væri út í hött og sér litist engan veginn á útflutningskvóta til handa hverjum og einum.

"Það er nóg braskið með aflakvóta og annað þó ekki bætist viðað menn geti farið að braska með útflutningsleyfi. Reynsla sjómanna af öllu þessu braski er ennfremur sú, að engin trygging er fyrir því að tekjur af útflutn ingsleyfasölu komi að nokkru til sjómanna. Loks finnast mér hugmyndir um aukið kvótaálaga vegna ísfisksölu einkennilegar. Þær gera ekkert annað en skerða mjög takamarkaða tekjumöguleika sjómanna. Nóg hafa þeir þurft að taka á sig vegna aflasamdráttar," sagði Óskar Vigfússon.