Fyrrum herráðsformaður Bandaríkjanna: Kanna ætti útrýmingu kjarnavopna á höfunum Washington. Reuter.

Fyrrum herráðsformaður Bandaríkjanna: Kanna ætti útrýmingu kjarnavopna á höfunum Washington. Reuter.

WILLIAM Crowe, flotaforingi og fyrrum formaður bandaríska herráðsins, telur að Bandaríkjastjórn eigi að breyta um stefnu og huga að samningaviðræðum við Sovétstjórnina um útrýmingu kjarnorkuvopna á höfunum. Lýsti Crowe þessu yfir í viðtali við bandaríska blaðið Washington Post í gær.

Flotaforinginn hætti störfum fyrir aldurs sakir í október, en hann hafði þá verði herráðsformaður síðan 1985, sem er æðsta staða hermanns í Bandaríkjunum. Í samtalinu við Washington Post sagði Crowe, að Bandaríkjastjórn ætti að íhuga hvort tilboð hennar um að fækka í flota sínum gæti leitt til mikilsverðrar eftirgjafar hjá Sovétmönnum í viðræðunum um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna.

"Ef við getum fengið meira fyrir fækkun í flotanum en við látum í té ættum við að vilja kanna hvort ræða eigi málið," sagði Crowe um viðræðurnar við Sovétmenn. Einnig er haft eftir Crowe, að honum finnist, að í öllu þessu "bölvuðu krað aki" eigi ekki að lýsa eitthvað eitt heilagt.

Með þessum ummælum gengur Crowe í berhögg við opinbera stefnu Bandaríkjastjórnar, sem felst í þvíað ekki skuli rætt við Sovétmenn um afvopnun á höfunum, að minnsta kosti ekki fyrr en niðurstaða hefur fengist í START-við ræðunum um fækkun kjarnorkuvopna í Genf og CFE-viðræðunum um fækkun hefðbundinna vopna í Vínarborg. Sovétmenn hafa hinsvegar viljað að strax verði gengið til viðræðna um afvopnun á höfunum.

Morgunblaðið/Einar Falur

Áður en William Crowe lét af embætti sem formaður bandaríska herráðsins sl. haust kom hann í heimsókn til Reykjavíkur. Þessi mynd er tekin haf honum með Jóni Baldvini Hannibalssyni utanríkisráðherra og Davíð Oddssyni borgarstjóra fyrir framan Höfða.