Þúsundir Búlgara leggjast gegn trúfrelsi Tyrkja: Mótmælin gegn trúfrelsi dauðateygjur fyrri valdhafa ­ segir utanríkisráðherra Tyrklands Ankara. Reuter.

Þúsundir Búlgara leggjast gegn trúfrelsi Tyrkja: Mótmælin gegn trúfrelsi dauðateygjur fyrri valdhafa ­ segir utanríkisráðherra Tyrklands Ankara. Reuter. Utanríkisráðherra Tyrklands hélt því fram í gær að mótmæli í Búlgaríu gegn þeirri ákvörðun að veita Tyrkjum í landinutrúfrelsi væru dauðateygjur stjórnar kommúnista.

"Við vonum að nýjum leiðtogum í Búlgaríu takist að brjóta á bak aftur mótspyrnu Zhivkov-stjórnar innar," sagði Mesut Yilmaz, utanríkisráðherra Tyrklands, í viðtali við tyrkneska fréttastofu í gær. Í dag á Yilmaz fund með Boyko Dimitrov, utanríkisráðherra Búlgaríu, um framtíð tyrkneska minnihlutans í Búlgaríu. 300.000 Tyrkir flýðu landið á síðasta ári vegna kúgunar kommúnista. Síðan Todor Zhivkov flokksleiðtoga var steypt í nóvember síðastliðnum hefur um þriðjungur snúið aftur til Búlgaríu

Talið er að um hálf önnur milljón Tyrkja búi í Búlgaríu. Nýir valdhafar í Búlgaríu hafa heitið því að veita þeim full réttindi til að iðka múhameðstrú sína. Zhivkov hafði með skipulegum hætti reynt að firra Tyrki sérkennum sínum m.a. með því að neyða þá til að taka upp búlgörsk nöfn og með því að loka moskum.

Þúsundir manna efndu til mótmæla um helgina í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, gegn þeim áformum að veita Tyrkjum aukin réttindi. "Aldr ei aftur Búlgaríu undir tyrknesku oki" sagði á sumum mótmælaspjöldum. Útifundur var haldinn við Alexander Nevskíj-dómkirkjuna sem reist var árið 1877 til að minnast 200.000 rússneskra hermanna sem féllu í sjálfstæðisstríði Búlgara gegn 500 ára kúgun Tyrkja. Georgi Atanasov, forsætisráðherra landsins, ávarpaði fundinn og sagði meðal annars: "Ef við Búlgarir viljum frelsi þá verður öll þjóðin að öðlast frelsi." Atanasov varð margoft að gera hlé á máli sínu vegna frammí kalla.