Þorsteinn Pálsson: Ekki hægt að taka skúmaskotaákvarðanir um svona stórmál ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þá skyldu hvíla á ríkisstjórninni að upplýsa almenning um öll atriði varðandi sölu hlutabréfa Sambandsins í Samvinnubankanum...

Þorsteinn Pálsson: Ekki hægt að taka skúmaskotaákvarðanir um svona stórmál

ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir þá skyldu hvíla á ríkisstjórninni að upplýsa almenning um öll atriði varðandi sölu hlutabréfa Sambandsins í Samvinnubankanum til Landsbankans. Einkum segir hann að yfirlýsingar forsætisráðherra um alvarlega stöðu Landsbankans vegna stöðu Sambandsins og að sómi Íslands gagnvart öðrum þjóðum sé í hættu kalli áað allar upplýsingar verði veittar. "Það er ekki hægt að pukr ast með málið, eins og mér sýnist að eigi að fara að gera. Það er ekki hægt að vera með svona stórmál í einhverjum skúma skotaákvörðunum," segir Þorsteinn.

Þorsteinn segir að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi óskað eftir skýrslu um málið og farið fram áað það verði ekki afgreitt fyrr en Alþingi hafi fengið tækifæri til að ræða þær upplýsingar sem í skýrslunni verði. "Ég vona enn að alþingi verði ekki virt svo að vettugi að þessi eðlilega krafa nái ekki framað ganga," segir hann.

"Forsætisráðherra hefur svo lýst því yfir að Landsbankinn sé kominn í svo alvarlega stöðu að ekki sjái fyrir endann á því máli ef SÍS fer í greiðslustöðvun. Í annan stað hefur hann lýst því yfir að að minnstakosti verulegur hluti að erlendum skuldum Sambandsins séu óveðtryggðar og almenningur geti ekki látið þær skuldir falla. Þetta kallar auðvitað á nýjar upplýsingar af ýmsu tagi. Meðal annars svör við því hverjir bera ábyrgð á því að Landsbankinn er kominn í þessa stöðu sem forsætisráðherra greinir frá. Verða þeir menn dregnir til ábyrgðar? Er hugsanlegt að hagsmunaárekstur sé í málinu með þvíað einn af bankastjórum Landsbankans hefur fyrir ekki löngu látið af stjórnarformennsku í SÍS? Kannað vera að hann beri að hluta til ábyrgð á því í hvaða stöðu Landsbankinn er kominn. Ef almenningur á að borga brúsann, þá verður aðkoma með allt dæmið upp á yfirborðið og alla fjárhagsstöðu Sambandsins og raunhæft mat á eignum þess. Það er ekki hægt að ætlast til þess að almenningur borgi brúsann án þess að það komi fram hverjir það eru sem bera ábyrgð á þvíað færa þarf þetta yfir á skattborgarana," segir Þorsteinn.

Hann segir að enn sé málið í þeim farvegi að verið sé að borga verulegt yfirverð fyrir hlutabréfin í Samvinnubankanum. "Samkvæmt fréttum hefur komið fram að útlán Samvinnubankans til SÍS eru að minnsta kosti þrefalt eigið fé Samvinnubankans. Hverjir bera ábyrgð á því? Hefur Bankaeftirlitið haft þar einhver afskipti eða hefur það brugðist skyldum sínum samkvæmt lögum.? Þetta þarf allt að draga fram í dagsljósið."