Hafskipsmálið: Skýrsla Ragnars lögð fram SAKADÓMUR Reykjavíkur varð í gær við ósk lögmanns Ragnars Kjartanssonar, fyrrum stjórnarformanns Hafskips, umað skýrsla, sem Ragnar hefur ritað um meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi, fengist lögð fyrir...

Hafskipsmálið: Skýrsla Ragnars lögð fram

SAKADÓMUR Reykjavíkur varð í gær við ósk lögmanns Ragnars Kjartanssonar, fyrrum stjórnarformanns Hafskips, umað skýrsla, sem Ragnar hefur ritað um meðferð málsins hjá lögreglu og ákæruvaldi, fengist lögð fyrir dóminn.

Sakadómur og Hæstiréttur höfðu áður synjað um framlagningu skýrslunnar. Dómurinn féllst á að skýrslan yrði lögð fram nú, þar sem allir ákærðu í málinu hefðu fengið að tjá sig um ákæru. Jónatan Þórmundsson, settur saksóknari, mótmælti ósk Ragnars en undi ákvörðun dómsins.

Sjá nánari frásögn á bls. 14.