Stjórn Sambandsins tók tilboði Landsbankans: Þrír stjórnarmenn breyttu afstöðu sinni milli funda Samþykkt að selja hlut SÍS í Íslenskum aðalverktökum STJÓRN Sambandsins gekk að kauptilboði Landsbankans í hlutabréf Sambandsins í Samvinnubanka á fundi sínum...

Stjórn Sambandsins tók tilboði Landsbankans: Þrír stjórnarmenn breyttu afstöðu sinni milli funda Samþykkt að selja hlut SÍS í Íslenskum aðalverktökum

STJÓRN Sambandsins gekk að kauptilboði Landsbankans í hlutabréf Sambandsins í Samvinnubanka á fundi sínum á sunnudag. Fimm stjórnarmenn samþykktu að selja bréfin en fjórir voru á móti og höfðu þrír stjórnarmanna snúist á sveif með sölunni frá því á föstudag þegar stjórnarfundur Sambandsins hófst. Auk þess samþykkti stjórnin að selja hlut Sambandsins í Íslenskum aðalverktökum.

Stjórn Sambandsins kom saman til fundar á föstudag til að taka afstöðu til kauptilboðs Landsbankans. Fundinum var frestað til sunnudags þegar ljóst var að tvísýnt var um niðurstöðu.

Raddir voru í stjórninni um að setja Sambandið frekar í greiðslustöðvun en taka tilboði Landsbankans. Ef hótun um greiðslustöðvun eða jafnvel gjaldþrot kæmi fram, myndi ríkisstjórnin útvega Sambandinu ríkisábyrgð á erlend lán fyrirtækisins. En á laugardag sat 5 manna nefnd stjórnarmanna fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar. Þar kom fram, að óvíst væri hvort meirihluti væri í ríkisstjórninni fyrir ríkisábyrgð til Sambandsins og enn meiri óvissa um afstöðu Alþingis.

Sjá nánar á miðopnu.