Fundahöld í Borgarfirði: Allar netalagnir frá syðri bakka Hvítár keyptar upp? NÚ STANDA yfir samingaumleit anir milli netabænda við suður bakka Hvítár í Borgarfirði og veiðifélaga þeirra bergvatnsáa sem renna til Hvítár um að kaupa upp allar laxalagnir...

Fundahöld í Borgarfirði: Allar netalagnir frá syðri bakka Hvítár keyptar upp?

NÚ STANDA yfir samingaumleit anir milli netabænda við suður bakka Hvítár í Borgarfirði og veiðifélaga þeirra bergvatnsáa sem renna til Hvítár um að kaupa upp allar laxalagnir árinnar. Áður hafði Veiðifélag Norðurár keypt upp þrjár lagnir af Ferjukoti ofan gömlu Hvítárbrúarinnar. Lagnirnar frá suðurbakkanum tilheyra ýmsum jörðum, en allur þorri lagnanna tilheyrir Hvítárvöllum, 10 til 12 lagnir, Þingnesi, 5 lagnir, og Hvanneyri, 4 til 5 lagnir. Sumarveiði þessara lagna nemur venjulega meira en helmingi neta veiðinnar.

Sturla Guðbjarnarson stjórnarmaður í Veiðifélagi Grímsár staðfesti í samtali við Morgunblaðið að fundur hefði verið haldinn og í kjölfar hans hefðu tveir bændur, einn úr hvorum hópi, verið kjörnir til að halda málinu áfram. Það eru fulltrúar veiðifélaga Grímsár og Þverár sem eru fyrir bergvatnsbændum, en ef til heildarsamninga kemur, munu veiðifélög Flóku og Reykjadalsár koma inn ímyndina. Sagði Sturla erfitt að meta stöðuna, en óhætt væri að segja að herslumuninn vantaði, eigendur lagna frá Hvanneyri, Þingnesi og Hvítárvöllum væru fúsir að semja, en það stæði enn á nokkrum neta mönnum ofar við ána, sem hafa færri lögnum yfir að ráða. Ljóst væri að annað hvort yrði samið við alla eða engan.

"Það er enn langt til vors og ómögulegt að segja hvað gerist, en við erum þó það bjartsýnir að við gefum nú út verðskrá fyrir sumarið og er verð einstakra daga birt með fyrirvara," sagði Sturla.