Endurvinnslan 75 milljónir króna hafa verið endurgreiddar UM 15.000 einingar af drykkjarvöruumbúðum af öllu landinu hafa skilað sér til Endurvinnslunnar á þessu ári, að sögn Gunnars Bragasonar framkvæmdastjóra.

Endurvinnslan 75 milljónir króna hafa verið endurgreiddar

UM 15.000 einingar af drykkjarvöruumbúðum af öllu landinu hafa skilað sér til Endurvinnslunnar á þessu ári, að sögn Gunnars Bragasonar framkvæmdastjóra. Hafa því verið endurgreiddar um 75 milljónir króna og er það svipað og reiknað hafði verið með.

Gunnar Bragason segir að um 55-60% umbúða skili sér og sé það svipað og í nágrannalöndum okkar. Best eru skilin á áldósum frá almenningi, en frá veitingahúsum kemur mest af glerjum. Hann segirað gjöldin sem þeir fái frá framleiðendum og innflytjendum nægi tilað standa undir greiðslum á skilagjaldinu.

Hann segir ennfremur, að þeir vilji eindregið hvetja fólk til að skila umbúðum oftar og fara þá með minna magn í einu til að forðast langar biðraðir. Auk Endurvinnslunnar hafa um tíu stórmarkaðir á höfuðborgarsvæðinu tekið í notkun móttökuvélar fyrir einnota umbúðir, auk nokkurra söluturna, sem taka á móti áldósum.