Ljósm./Kristján E. Einarsson VIÐURKENNING - Frá afhendingu út nefningarinnar Menn ársins 1989, sem Frjálst framtak og Stöð 2 stóðu að, f.v. Magnús Hreggviðsson stjórnarformaður Frjáls framtaks og formaður nefndarinnar.

Ljósm./Kristján E. Einarsson

VIÐURKENNING - Frá afhendingu út nefningarinnar Menn ársins 1989, sem Frjálst framtak og Stöð 2 stóðu að, f.v. Magnús Hreggviðsson stjórnarformaður Frjáls framtaks og formaður nefndarinnar. Síðan koma þrír eigendur Samherja hf., en þeir hlutu útnefninguna Menn ársins: Kristján Vilhelmsson, sem sér um viðhald og afgreiðslu skipanna, Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri, Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri á Akureyrinni. Við hlið þeirra stendur Árni Vilhjálmsson prófessor í viðskiptadeild HÍ, sem átti sæti í nefndinni. Sex manna nefnd er ábyrg fyrir vali á manni ársins og segir m.a. í niðurstöðu nefndarinnar, að ferill þessara þriggja manna í útgerðinni sé afar glæsilegur. Þeir hafi á þessum árum byggt upp öflugt og traust fyrirtæki, sem rekið hafi verið með hagnaði allan tímann og skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið. Uppbygging fyrirtækisins hafi verið markviss og ótrúlega ör.