18. desember 1998 | Innlendar fréttir | 149 orð

Andlát

BOGI ÞORSTEINSSON

BOGI Þorsteinsson, fyrrverandi yfirflugumferðarstjóri, er látinn, áttræður að aldri. Bogi fæddist 2. ágúst árið 1918 að Ljárskógaseli í Laxárdalshreppi, sonur Þorsteins Gíslasonar bónda og Alvildar Bogadóttur.
Andlát

BOGI ÞORSTEINSSON

BOGI Þorsteinsson, fyrrverandi yfirflugumferðarstjóri, er látinn, áttræður að aldri.

Bogi fæddist 2. ágúst árið 1918 að Ljárskógaseli í Laxárdalshreppi, sonur Þorsteins Gíslasonar bónda og Alvildar Bogadóttur. Hann stundaði nám við Reykholtsskóla en síðar nam hann loftskeytafræði og flugumferðarstjórn og lauk prófi í báðum greinum, hinni síðarnefndu í Altanta í Georgíu í Bandaríkjunum árið 1951. Seinna fór hann í námsferðir til Bretlands og Bandaríkjanna.

Bogi var loftskeytamaður á skipum Eimskipafélags Íslands, m.a. á Dettifossi er því skipi var sökkt árið 1945. Hann varð síðar loftskeytamaður flugmálastjórnar árið 1946 og yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli árið 1951.

Bogi var lengi fréttaritari Morgunblaðsins á Keflavíkurflugvelli. Hann sat í orðabókarnefnd er undirbjó Nýyrði IV, Flug, 1956.

Hann átti sæti í knattspyrnudómstól KSÍ, var formaður Körfuknattleikssambands Íslands, sat alþjóðlegar körfuknattleiksráðstefnur, var fulltrúi Körfuknattleikssambandsins í Ólympíunefnd Íslands og hann var um árabil formaður Ungmennafélags Njarðvíkur. Fyrir þessi sstörf var Bogi sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.