5. janúar 1999 | Innlendar fréttir | 117 orð

Framkvæmdir hafnar við stækkun Kringlunnar

FRAMKVÆMDIR við annan áfanga stækkunar Kringlunnar hófust í gær og var heitu vatni sprautað á hellur við inngang Hard Rock Café til að losa um þær svo að jarðvinna geti hafist. Lokið var við fyrsta áfanga framkvæmdanna 1. nóvember sl. og var það álma sem tengir saman Kringluna og Borgarkringluna. Á næstu níu mánuðum verður reist ný 10.
Framkvæmdir hafnar við stækkun Kringlunnar

FRAMKVÆMDIR við annan áfanga stækkunar Kringlunnar hófust í gær og var heitu vatni sprautað á hellur við inngang Hard Rock Café til að losa um þær svo að jarðvinna geti hafist.

Lokið var við fyrsta áfanga framkvæmdanna 1. nóvember sl. og var það álma sem tengir saman Kringluna og Borgarkringluna. Á næstu níu mánuðum verður reist ný 10.500 fermetra bygging sem tengir ofannefndar byggingar við Borgarleikhúsið og nýtt Borgarbókasafn. Einnig verður reist bílageymsla fyrir um 400 bíla á suðausturhluta lóðarinnar, við mót Listabrautar og Kringlunnar, þar sem nú eru stæði fyrir um 150 bíla.

Ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar hafi nein áhrif á starfsemi verslana eða annarra fyrirtækja.

Morgunblaðið/Árni SæbergAðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.