MEÐ fjölgun skráðra hlutafélaga á Verðbréfaþingi Íslands að undanförnu hefur gefist svigrúm til að endurskoða skipan atvinnugreinavísitalna þingsins. Um áramótin voru teknar upp þrjár nýjar vísitölur og ein af núgildandi vísitölum lögð niður, auk þess sem nokkur félög flytjast á milli vísitalna. Nýju vísitölurnar ná yfir bygginga- og verktakastarfsemi, lyfjagreinina og upplýsingatækni.
Breytingar á atvinnugreinavísitölum Verðbréfaþings Félög flutt á

milli vísitalna

MEÐ fjölgun skráðra hlutafélaga á Verðbréfaþingi Íslands að undanförnu hefur gefist svigrúm til að endurskoða skipan atvinnugreinavísitalna þingsins. Um áramótin voru teknar upp þrjár nýjar vísitölur og ein af núgildandi vísitölum lögð niður, auk þess sem nokkur félög flytjast á milli vísitalna.

Nýju vísitölurnar ná yfir bygginga- og verktakastarfsemi, lyfjagreinina og upplýsingatækni. Tvær þær síðarnefndu koma í stað sameiginlegrar vísitölu tækni- og lyfjagreina. Íslenskir aðalverktakar og Jarðboranir flytjast í vísitölu bygginga- og verktakastarfsemi úr vísitölu verslunar og þjónustu.

Félögin sjö sem verið hafa í vísitölu tækni- og lyfjagreina flytjast sem hér segir: Marel fer í vísitölu iðnaðar og framleiðslu, Lyfjaverslun Íslands og Pharmaco fara í vísitölu lyfjagreinar og Nýherji, Opin kerfi, Skýrr og Tæknival fara í vísitölu upplýsingatækni.

Verðbréfaþing Íslands hefur reiknað og birt atvinnugreinavísitölur frá 1. janúar 1993. Meginreglan er sú að félag tilheyri þeirri atvinnugrein sem skilar því a.m.k. 50% tekna. Atvinnugreinavísitölurnar ná yfir félög á bæði Aðallista og Vaxtarlista. Þegar komin eru tvö eða fleiri félög í sömu grein er orðinn grundvöllur fyrir sjálfstæðri vísitölu sem er sambærileg við erlendar vísitölur fyrir sömu grein. Skráð félög í árslok 1998 eru 67 en voru 51 í árslok 1997 og er það um 31% fjölgun á milli ára.

Atvinnugreinavísitölur verða því 10 talsins og skiptast þannig: Bygginga- og verktakastarfsemi, fjármál og tryggingar, hlutabréfasjóðir og fjárfestingarfélög, iðnaður og framleiðsla, lyfjagrein, olíudreifing, samgöngur, sjávarútvegur, upplýsingatækni og verslun og þjónusta.