12. janúar 1999 | Landsbyggðin | 218 orð

Ný póstafgreiðsla í Staðarskála

Hvammstanga-Ný póstafgreiðsla var opnuð með viðhöfn í Staðarskála í Hrútafirði í byrjun janúar. Um áramótin var formlega lögð niður afgreiðslan á Brú, en hún hefur verið starfrækt frá 1951. Þar áður var pósthús á Borðeyri en bréfhirðing á Stað fram til 1980.

Ný póstafgreiðsla

í Staðarskála

Hvammstanga - Ný póstafgreiðsla var opnuð með viðhöfn í Staðarskála í Hrútafirði í byrjun janúar. Um áramótin var formlega lögð niður afgreiðslan á Brú, en hún hefur verið starfrækt frá 1951. Þar áður var pósthús á Borðeyri en bréfhirðing á Stað fram til 1980.

Póstafgreiðslan í Staðarskála er rekin sjálfstætt, en heyrir stjórnunarlega undir pósthúsið á Hvammstanga og svo verður einnig með pósthúsin á Hólmavík og á Drangsnesi frá síðustu áramótum. Afgreiðslustjóri er Steinunn Óskarsdóttir, en stöðvarstjóri Íslandspósts á Hvammstanga er Magna Ögn Magnúsdóttir.

Í máli Kristins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Staðarskála hf. lýsti hann ánægju með að pósthúsið sé komið að Stað. Minntist hann á að um langa tíð skipaði Staður veglegan sess í póstþjónustu á Íslandi, en þar var miðstöð landpóstanna forðum. Á Stað var árið 1993 reist veglegt minnismerki um þann hluta Íslandssögunnar.

Pósthúsið í Staðarskála verður opið kl. 11­16.30 alla virka daga.

Í tilefni þessara tímamóta færðu Staðarskáli hf. og Íslandspóstur hf. ungmennafélagi sveitarinnar, Dagsbrún, fallega búninga til notkunar í keppni á vegum félagsins. Aðalheiður Böðvarsdóttir formaður Dagsbrúnar þakkaði fyrir hönd félagsins og sagði mikilvægt fyrir ungmennafélagið að hafa góða bakhjarla til eflingar starfinu.

Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson VIÐSTADDIR formlega opnun póstafgreiðslunnar í Staðarskála. F.v. Áskell Jónsson, Íslandspósti, Kristinn Guðmundsson og Eiríkur Gíslason, Stað, Ögn Magna Magnúsdóttir, Pétur Einarsson, Íslandspósti, Steinunn Óskarsdóttir og Hörður Jónsson, Íslandspósti.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.