Minning: Anna Skúladóttir Fædd 18. október 1943 Dáin 1. febrúar 1990 Hún Anna er dáin. Þessi orð hefðu ekki átt að koma okkur sem vissum um veikindi hennar á óvart en samt er eins og við séum aldrei viðbúin slíkum fréttum.

Mig langar að skrifa nokkur orðum Önnu systur mína sem lést 1. febrúar sl. á Landakoti eftir baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Anna fæddist 18. október 1943 á Gufuskálum í Leiru. Foreldrar okkar voru Inga Ingólfsdóttir, sem lést 17. ágúst 1983, og Skúli Vigfússon sem lést 1. júlí 1982. Hún var elst af níu börnum þeirra hjóna. Anna giftist 24. mars 1962 Melvin Halterman og eignuðust þau þrjú börn, tvö þeirra eru á lífi. Þau eru Sherry Inga Halterman, fædd 14. september 1962, gift Sigmari Steingrímssyni og búa í Bandaríkjunum. Á hún tvo syni, Ahimd Skúla og William Reza; William Halterman fæddist 19. ágúst 1963, lést 17. ágúst 1983 og Margrét Kristín, fædd 27. janúar 1973 og búr hún hjá föður sínum í Virginíu í Bandaríkjunum. Anna skildi í maí 1978 og bjó áframí Bandaríkjunum og vann á veitingastað og var mjög vel liðin þar. Hún hætti þegar hún varð veik í apríl 1987 og kom heim og fór í aðgerð á sjúkrahúsi og hélt að hún væri búin að ná sér og fór að vinna í smá tíma og bjó hjá Óla bróður en heilsan var ekki góð svo hún hætti að vinna. Anna bjó síðustu tvö árin með Kristni Óskarssyni, sjómanni í Keflavík, og var bara húsmóðir eins og hún sagði sjálf. En féll aldrei verk úr hendi þráttfyrir erfið veikindi. Hún var mikil blómakona og sagði ætíð að tala bæri hlýlega við blómin. Þá döfnuðu þau vel. Nú þegar leiðir okkar skilja um sinn vildi ég þakka góðar samverustundir okkar Önnu. Ég vil þakka starfsfólki á deild 1a Landakotsspítala innilega fyrir góða umönnun.

Lát opnast himins hlið

þá burt ég fer

mitt andlát vertu við

og veit mér frið hjá þér

þá augu ekkert sjá,

og eyru heyra' ei meir

og tunga mæla' ei má

þá mitt þú andvarp heyr.

(Davíð Stefánsson)

Valdís systir