ÞORLEIFUR EINARSSON

Þorleifur Jóhannes Einarsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931. Hann lést í Bergisch Gladbach í Þýskalandi 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Einar Runólfsson verkamaður, f. 1886 í Skálmabæjarhrauni í Álftaveri, d. 1962 í Reykjavík, og Kristín Þorleifsdóttir, f. 1900 í Stykkishólmi, d. 1973 í Reykjavík. Systkini hans voru Sigurður Breiðfjörð Þorsteinsson, f. 31. mars 1927, d. 2. mars 1974, kvæntur Guðlaugu Kristjánsdóttur f. 4. febrúar 1922. Þeirra börn eru Kristján Þór, Kristín Guðveig, Anna Breiðfjörð, Þorsteinn og Þorbjörg. Ragnhildur, f. 17. september 1933, gift Alberti Ólafssyni, f. 8. október 1924. Þeirra börn eru Einar, Ólafur og Albert. Árið 1959 kvæntist Þorleifur Steinunni Dórótheu Ólafsdóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 27. janúar 1935, en þau slitu samvistum. Börn þeirra eru Ásta, f. 15. maí 1960, jarðfræðingur, gift Halldóri Björnssyni laganema og leikara, f. 10. ágúst 1962. Börn hennar eru Lilja Steinunn Jónsdóttir, f. 6. nóvember 1988, og Tómas Orri Halldórsson, f. 29. janúar 1997. Einar Ólafur, landfræðingur, f. 9. ágúst 1963, unnusta hans er Nathalie Jacqueminet, forvörður, f. 18. september 1965. Kristín, landslagsarkitekt, f. 9. október 1964, gift Ólafi Ólafssyni, íþróttafræðingi, f. 16. febrúar 1963. Þeirra börn eru Diljá, f. 4. apríl 1990, og Þorleifur, f. 18. janúar 1993. Björk, sagnfræðinemi, f. 29. apríl 1974. Sambýliskona Þorleifs var Gudrun Bauer lyfjatæknir, f. 27. janúar 1935. Eftir nám í gagnfræðaskóla settist Þorleifur í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1952. Að því loknu hélt hann til jarðfræðináms við Háskólann í Hamborg, Þýskalandi, haustið 1953. Hann hélt síðan áfram jarðfræðinámi við háskólana í Erlangen-Nürnberg 1954­56 og Köln 1956­60, þaðan sem hann lauk Dipl.Geol.-prófi í maí og Dr.rer.nat.-prófi í júlí 1960. Þorleifur stundaði framhaldsnám og rannsóknir við háskólann í Bergen í Noregi 1960­61 og háskólann í Cambrigde, Englandi 1970 og 1979. Að loknu doktorsprófi kom hann heim og starfaði sem sérfræðingur í jarðfræði, fyrst á iðnaðardeild atvinnudeildar Háskólans 1961­65, síðar á Rannsóknarstofnun iðnaðarins frá 1965­68 og á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands frá 1969­75. Jafnframt var hann stundakennari í náttúrufræði og eðlisfræði við Vogaskóla í Reykjavík 1961­63, í jarðfræði við Menntaskólann í Reykjavík 1963­69, við Tækniskóla Íslands 1965­70 og við jarðfræðiskor Háskóla Íslands 1969­74. Þorleifur var skipaður prófessor í jarðsögu og ísaldarjarðfræði við jarðfræðiskor Háskóla Íslands 1975 þar sem hann starfaði síðan. Hann var skorarformaður jarðfræðiskorar 1979­81, jarð- og landfræðiskorar 1989­1991 og deildarforseti Verkfræði- og Raunvísindadeildar 1983­85. Þorleifur var varamaður í Náttúruverndarráði 1972­78, sat í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags frá 1964 og var formaður þess 1966­72, sat í stjórn Jarðfræðafélags Íslands 1966­68 og var formaður þess 1972­74, sat í stjórn Norrænu eldfjallastöðvarinnar 1980­97, var formaður stjórnar Máls og menningar 1979­1991, sat í stjórn Landverndar frá 1971 og var formaður Landverndar 1979­90. Þá var Þorleifur kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1962, Alexander von Humboldt-styrkþegi í Vestur-þýskalandi 1959­60 og Overseas Fellow í Churhill College í Cambrigde, Englandi frá 1970. Þorleifur var einnig virkur félagi í Skógræktarfélagi Íslands, Sögufélaginu og Jöklarannsóknarfélaginu. Hann tók um árabil þátt í starfi íþróttahreyfingarinnar og þá einkum handbolta. Hann var leikmaður með ÍR, var atvinnumaður í Þýskalandi, landsliðsmaður, þjálfari og sat í dómaranefnd HSÍ. Þorleifur stundaði margþættar rannsóknir í jarðfræði og liggur eftir hann fjöldi greina og bóka um jarðfræðileg efni og umhverfisvernd á ýmsum tungumálum auk íslensku. Síðasta bókin sem hann lauk við var Myndun og mótun lands. Jarðfræði sem kom út 1991. Einnig flutti hann fjölda fyrirlestra um jarðfræðileg efni á ráðstefnum og fundum hérlendis, á alþjóðaráðstefnum og við fjölmarga háskóla erlendis. Útför Þorleifs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.