1. apríl 1999 | Íþróttir | 315 orð

Haukur og Stella með þrjú gull

HAUKUR Eiríksson fylgdi sigri sínum eftir í 30 km göngunni með því að sigra í 15 km göngunni með frjálsri aðferð í Tungudal í gær. Þar með varð hann þrefaldur Íslandsmeistari ­sigraði einnig í göngutvíkeppni og því konungur skíðagöngunnar hér á landi. Sigur hans var nokkuð öruggur í gær og var hann tæplega mínútu á undan Ólafi Björnssyni frá Ólafsfirði.

Haukur og Stellameð þrjú gullHAUKUR Eiríksson fylgdi sigri sínum eftir í 30 km göngunni með því að sigra í 15 km göngunni með frjálsri aðferð í Tungudal í gær. Þar með varð hann þrefaldur Íslandsmeistari ­sigraði einnig í göngutvíkeppni og því konungur skíðagöngunnar hér á landi. Sigur hans var nokkuð öruggur í gær og var hann tæplega mínútu á undan Ólafi Björnssyni frá Ólafsfirði. Þóroddur Ingvarsson frá Akureyri varð þriðji, tæplega hálfri sekúndu á eftir Ólafi. Aðeins þrír göngumenn tóku þátt í þessum flokki og verður það að teljast nokkurt áhyggjuefni fyrir unnendur norrræna greina skíðaíþrótta. Skíðastökkið er þegar liðið undir lok og nú er skíðagangan komin í verulegri hættu. Það var reyndar þokkaleg þátttaka í piltaflokknum 17­19 ára, en þar voru 8 skráðir til leiks. Ísfirðingurinn Ólafur T. Árnason kom þar fyrstur í mark eftir 10 km gönguna. Sigurvegarinn úr 15 km göngunni, Baldur Helgi Ingvarsson frá Akureyri, varð annar, 21 sek. á eftir. Þessir tveir hafa skipst á að sigra í mótum vetrarins og það fór því vel á því að þeir skiptu með sér gullverðlaununum á landsmótinu. Árni Gunnar Gunnarsson frá Ólafsfirði varð þriðji, rúmri mínútu á eftir Ólafi. Stella stal senunni

Stella Hjaltadóttir, göngukona frá Ísafirði, stal heldur betur senunni í göngukeppni kvenna. Hún vann 5 km gönguna í gær með yfirburðum, var rúmlega mínútu á undan Katrínu Árnadóttur sem varð önnur. Sandra Dís Steinþórsdóttir varð þriðja en þær eru allar frá Ísafirði. Stella fagnaði einnig sigri í göngutvíkeppninni, þar sem hún var sigurvegari í 10 km göngu á þriðjudag. Árangur Stellu verður að teljast athyglisverður vegna þess að það eru aðeins þrír mánuðir síðan hún eignaðist fyrsta barn sitt. "Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Árangur minn sannar það," sagði göngukonan sem er 31 árs og vann þrenn gullverðlaun á mótinu ­ tíu árum eftir að hún varð fyrst Íslandsmeistari á Skíðamóti Íslands á Akureyri.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.