17. apríl 1999 | Menningarblað/Lesbók | 166 orð

Kennslustund í Trúðaskólanum HALALEIKHÓPURINN frums

Kennslustund í Trúðaskólanum HALALEIKHÓPURINN frumsýnir barnaleikritið Trúðaskólinn eftir Friedrich Karl Waechter í dag kl. 15, í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Leikritið er í leikgerð Ken Campbells í þýðingu og aðlögun Gísla Rúnars Jónssonar.

Kennslustund

í Trúðaskólanum

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir barnaleikritið Trúðaskólinn eftir Friedrich Karl Waechter í dag kl. 15, í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Leikritið er í leikgerð Ken Campbells í þýðingu og aðlögun Gísla Rúnars Jónssonar. Leikarar eru Halla Lúthersdóttir, Guðný Alda Einarsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Sigríður Geirsdóttur og Kolbrún Dögg Kristánsdóttir. Leikstjóri er Elfar Logi Hannesson.

Leikurinn gerist í kennslustofu Trúðaskólans þar sem prófessor Blettaskarpur kennir nemendum sínum, sem allir eru trúðar, að haga sér eins og alvörutrúðar. Það gerir hann með því að leggja fram fyrir þá ýmsar dæmisögur og ævintýri sem hann les upp úr trúðabókinni Trúður frá T til R. Trúðarnir flytja svo söguna eins og þeir skilja hana ef þeir þá skilja hana yfir höfuð. Kennslustundin gengur þó ekki snurðulaust fyrir sig og Blettaskarpur á erfitt með að halda trúðunum við efnið.

Önnur sýning verður sunnudaginn 18. apríl og næstu laugardaga og sunnudaga og hefjast kl. 15.

Trúðaskólinn var frumfluttur hér á landi í Borgarleikhúsinu árið 1996.

Morgunblaðið/Jón Svavarsson KOLBRÚN Dögg Kristjánsdóttir í hlutverki prófessors Blettaskarps.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.