GJALDSKRÁ leigubifreiða í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra hækkaði í gær um 4,4%. Að sögn Ástgeirs Þorsteinssonar formanns Frama, félags leigubifreiðastjóra á höfuðborgarsvæðinu, hækkar startgjald leigubifreiða hins vegar ekki og verður 300 krónur sem áður. Síðasta hækkun á gjaldskrá leigubifreiða kom til framkvæmda 19.
4,4% hækkun á gjaldskrá leigubifreiða

GJALDSKRÁ leigubifreiða í Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra hækkaði í gær um 4,4%.

Að sögn Ástgeirs Þorsteinssonar formanns Frama, félags leigubifreiðastjóra á höfuðborgarsvæðinu, hækkar startgjald leigubifreiða hins vegar ekki og verður 300 krónur sem áður.

Síðasta hækkun á gjaldskrá leigubifreiða kom til framkvæmda 19. mars 1998 og segir Ástgeir að um sé að ræða hækkun sem miðist við venjulegar launahækkanir í landinu og rekstrarkostnað bifreiðanna.

Rúmlega 600 leigubifreiðar eru reknar innan bandalagsins um allt land og gefur Samkeppnisstofnun út gjaldskrá fyrir allar leigubifreiðar á landinu.

Morgunblaðið/Jón Stefánsson GUÐMUNDUR Ragnarsson í Nesradíói breytir gjaldmæli í bifreið Haraldar Hermannssonar.