GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, hafnaði í 3. sæti í 400 m grindahlaupi á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Rio de Janero um síðustu helgi. Hún hljóp á 55,78 sekúndum, en Íslandsmet hennar frá Evrópumeistaramótinu síðasta sumar er 54,59. Sigurvegari í hlaupi var Andrea Blackett frá Barbados á 55,46 og önnur varð Debbie- Ann Parris, Jamaíka, á 55,69 sek.


FRJÁLSÍÞRÓTTIR

Guðrún byrjar vel

í Rio de Janero GUÐRÚN Arnardóttir, hlaupakona úr Ármanni, hafnaði í 3. sæti í 400 m grindahlaupi á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Rio de Janero um síðustu helgi. Hún hljóp á 55,78 sekúndum, en Íslandsmet hennar frá Evrópumeistaramótinu síðasta sumar er 54,59. Sigurvegari í hlaupi var Andrea Blackett frá Barbados á 55,46 og önnur varð Debbie- Ann Parris, Jamaíka, á 55,69 sek. Fjórða sætið kom í hlut Írans, Susan Smith, á 56,11. Þetta var fyrsta alvöru keppnishlaup Guðrúnar á árinu. Ég er mjög ánægð með þennan árangur og hann með því allra besta sem ég hef náð í byrjun keppnistímabils, þannig að þetta lofar góðu," sagði Guðrún í gær, en hún dvelst enn við æfingar í Athens í Georgíuríki í Bandaríkjunum. "Susan var með forystuna að síðustu grind þegar við þrjár komumst fram úr henn.

Guðrún sagði árangurinn ekki síður ánægjulegan vegna þess að hún hefði verið að berjast við erfið meiðsli í hásinum allan síðasta mánuð. Guðrún keppir í 800 m hlaupi á litlu móti í Athens um helgina en á mánudaginn heldur hún til Osaka í Japan þar sem hún tekur þátt í stigamóti á miðvikudaginn. Þaðan fer hún til Quatar þar sem annað stigamót er á dagskrá.

GUÐRÚN Arnardóttir komin á fulla ferð á hlaupabrautinni.