KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Grindavíkurkirkju á morgun, sunnudag, og í Ytri- Njarðvíkurkirkju 4. og 6. maí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Efnisskráin samanstendur af íslenskum og erlendum lögum. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, óperukóra og dægurlög. Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson en hann hefur stjórnað honum undanfarin 6 ár með góðum árangri.
Karlasöngur á Suðurnesjum

KARLAKÓR Keflavíkur heldur tónleika í Grindavíkurkirkju á morgun, sunnudag, og í Ytri- Njarðvíkurkirkju 4. og 6. maí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30.

Efnisskráin samanstendur af íslenskum og erlendum lögum. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, óperukóra og dægurlög.

Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson en hann hefur stjórnað honum undanfarin 6 ár með góðum árangri. Eiginkona hans, Ágota Joó, hefur verið undirleikari kórsins frá sama tíma. Annan undirleik annast Ásgeir Gunnarsson á harmonikku og Þórólfur Þórsson á bassa. Einsöngvarar með kórnum eru Steinn Erlingsson bariton og Guðbjörn Guðbjörnsson tenór.