FJÓRAR aukasýningar verða á fjölskylduleikritinu Ávaxtakörfunni í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, sunnudag og á mánudag. Leikritið var sýnt á sex sýningum nýlega, uppselt var á þær allar og komust færri að en vildu. Sýningarnar á sunnudag eru kl. 12, 15 og 18 og er uppselt á sýninguna kl. 15, en örfá sæti laus á hinar. Þá verður sýning kl. 16 á mánudag, 3. maí, og er það 50.
Aukasýningar á Ávaxtakörfunni

FJÓRAR aukasýningar verða á fjölskylduleikritinu Ávaxtakörfunni í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, sunnudag og á mánudag. Leikritið var sýnt á sex sýningum nýlega, uppselt var á þær allar og komust færri að en vildu.

Sýningarnar á sunnudag eru kl. 12, 15 og 18 og er uppselt á sýninguna kl. 15, en örfá sæti laus á hinar. Þá verður sýning kl. 16 á mánudag, 3. maí, og er það 50. sýning á leikritinu.

Megininntak leikritsins er einelti og fordómar, en þessu viðkvæma vandamáli er komið til skila á skemmtilegan hátt með söngvum, leik og dansi.