FRÁ og með deginum í dag geta GSM-áskrifendur Landssímans nýtt sér þjónustu farsímafélagsins Itissalat Al Maghrib S.A. (IAM) í Marokkó, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samningurinn við marokkóska símafélagið er hundraðasti reikisamningur Símans GSM við erlent símafélag sem verður virkur og er Marokkó jafnframt fimmtugasta og fyrsta landið sem bætist í hóp þeirra ríkja þar sem Íslendingar
Þjónustunet

Símans GSM Þjónusta í Marokkó og Hollandi

FRÁ og með deginum í dag geta GSM-áskrifendur Landssímans nýtt sér þjónustu farsímafélagsins Itissalat Al Maghrib S.A. (IAM) í Marokkó, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Samningurinn við marokkóska símafélagið er hundraðasti reikisamningur Símans GSM við erlent símafélag sem verður virkur og er Marokkó jafnframt fimmtugasta og fyrsta landið sem bætist í hóp þeirra ríkja þar sem Íslendingar geta notað GSM-símann sinn fyrirhafnarlaust, án þess að skipta um símakort.

Í dag verður einnig virkur samningur sem gerir viðskiptavinum Landssímans kleift að notfæra sér GSM 1800-þjónustu Dutchtone í Hollandi, en Holland er eitt af mörgum ríkjum þar sem viðskiptavinir Landssímans geta valið á milli tveggja eða fleiri farsímafyrirtækja.