FRÉTTAYFIRLIT af Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, er nú aðgengilegt þeim sem nota lófatölvur, hvort sem um er að ræða Palm eða Windows CE. Hægt er að sækja fréttayfirlitið með viðeigandi hugbúnaði og lesa inn á tölvurnar.

Fréttir fyrir

lófatölvur

FRÉTTAYFIRLIT af Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, er nú aðgengilegt þeim sem nota lófatölvur, hvort sem um er að ræða Palm eða Windows CE. Hægt er að sækja fréttayfirlitið með viðeigandi hugbúnaði og lesa inn á tölvurnar.

Á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, hefur verið sett upp sérstök slóð með fréttayfirliti ætluðu fyrir lófatölvunotendur. Þeir geta farið inn á slóðina með hugbúnaði sem fæst ókeypis á Netinu, sótt þangað fréttayfirlit og fréttir og lesið síðan inn á tölvur sínar með búnaði sem fylgir þeim. Slóðin inn á fréttayfirlitið er www.mbl.is/palm, en til þess að nálgast fréttirnar nota Palm-notendur, en Palm er algengasta lófatölva heims, hugbúnað frá fyrirtækinu Avantgo sem fæst ókeypis á Netinu. Viðkomandi sækir þá hugbúnaðinn til Avantgo á slóðina www.avantgo.com, setur hann upp í tölvu sinni og setur síðan slóðina á mbl.is, www.mbl.is/palm, sem eina af "rásum" eða "channels" sem hugbúnaðurinn á að sækja.

Hægt er að setja hugbúnaðnum fyrir að sækja upplýsingarnar á fyrirfram ákveðnum tíma eða reglulega yfir daginn, en á slóðinni hjá mbl.is eru sömu fréttir og birtast á fréttavefnum almennt.

Morgunblaðið/Júlíus FRÉTTIR af Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, á Palm III tölvu.