STÆRSTA sýning á nýjum mótorhjólum, sem haldin hefur verið hér á landi, fer fram í húsakynnum Merkúrs hf. í Skútuvogi 12a um helgina. Á þriðja tug hjóla verður til sýnis, m.a. hippahjólin Wild Star 1600, Drag Star og Virago. Þá verða til sýnis kappaksturshjólin Yamaha R6 og R1, torfæruhjól og minni hjól, þ.e.
Mótorhjólasýning um helgina

STÆRSTA sýning á nýjum mótorhjólum, sem haldin hefur verið hér á landi, fer fram í húsakynnum Merkúrs hf. í Skútuvogi 12a um helgina.

Á þriðja tug hjóla verður til sýnis, m.a. hippahjólin Wild Star 1600, Drag Star og Virago. Þá verða til sýnis kappaksturshjólin Yamaha R6 og R1, torfæruhjól og minni hjól, þ.e. skellinöðrur og vespur, en minnsta hjólið á sýningunni er smíðað fyrir fimm ára börn.

Á sýningunni verður einnig kynnt úrval auka- og fylgihluta fyrir vélhjól og ökumenn, m.a. hjálmar og fatnaður.

Sýningin mun standa frá klukkan 10 til 18 á laugardag og 13 til 18 á sunnudag.UM 30 ný mótorhjól verða til sýnis í húsakynnum Merkúrs hf. í Skútuvogi um helgina.