HUGH Grant getur vel hugsað sér að gefa hlutverk í kvikmyndum upp á bátinn fyrir föðurhlutverkið. Grant, sem er að nálgast fertugsaldurinn og öðlaðist heimsfrægð fyrir frammistöðu sína í Fjórum brúðkaupum og jarðarför og óheppilegt atvik með vændiskonu, finnst kominn tími fyrir barneignir og hefur áhyggjur af því að unnusta hans til margra ára,
Breyttir tímar framundan

hjá Grant og Hurley? Yrði indælis faðir

HUGH Grant getur vel hugsað sér að gefa hlutverk í kvikmyndum upp á bátinn fyrir föðurhlutverkið. Grant, sem er að nálgast fertugsaldurinn og öðlaðist heimsfrægð fyrir frammistöðu sína í Fjórum brúðkaupum og jarðarför og óheppilegt atvik með vændiskonu, finnst kominn tími fyrir barneignir og hefur áhyggjur af því að unnusta hans til margra ára, leikkonan og fyrirsætan Elizabeth Hurley, sé ekki á þeim buxunum.

"Ég verð að eignast börn," sagði hann vestanhafs á frumsýningu myndarinnar Notting Hill þar sem hann leikur á móti Juliu Roberts. "Þetta er að verða fáránlegt. Ég verð að koma mér að þessu. Allir hafa sagt þetta við mig. Ég held að ég yrði indælis faðir," sagði hann í samtali við Daily Telegraph.

"Elizabeth sagðist vilja börn en ég hef áhyggjur af henni. Hún sagði mér einu sinni að hún vildi kanínu svo ég keypti eina handa henni en eftir klukkutíma var hún búin að fá nóg af því," sagði hann.

Notting Hill er gerð af sama hópnum og stóð að Fjórum brúðkaupum og jarðarför og hefur fengið afbragðs viðbrögð á prufusýningum. Grant leikur einnig á móti Hurley í myndinni Mickey Blue Eyes og í nýrri mynd frá Woody Allen.

"Ég er stoltur af Notting Hill og Mickey Blue Eyes en hef lofað sjálfum mér því í 16 ár að ég gefi leiklistina upp á bátinn og snúi mér að öðru. Ef til vill er kominn tími á það, - þrjár góðar myndir í lok árþúsundsins og ég er að verða fertugur. Ég er skelfingu lostinn."

ELIZABETH Hurley og Hugh Grant á frumsýningu myndarinnar Notting Hill um helgina.